Börn gróðursetja í Vinaskógi
Börn úr Vesturbæjarskóla, ásamt umboðsmanni barna og í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, gróðursettu trjáplöntur í Vinaskógi í tilefni af barnaþingi sem haldið var í nóvember á síðasta ári.
Gróðursetningin fór fram á degi íslenskrar náttúru sem var mánudaginn 16. september sl. Tilefni hennar barnaþing sem haldið hefur verið á tveggja ára fresti síðan í nóvember 2019. Umhverfismál eru börnum afar hugleikin og var mikil áhersla lögð á þau málefni í umræðum á öllum barnaþingum. Markmið gróðursetningarinnar er að kolefnisjafna ferðir barnaþingmanna og sérstaklega þeirra sem komu lengst að, í samræmi við áherslur barnaþingmanna á umhverfis- og loftslagsmál og umhverfisvæna samgöngumáta.
Til Vinaskógar var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins árið 1990 og átti frú Vigdís Finnbogadóttir hugmyndina að honum og er hún verndari hans. Frú Vigdís Finnbogadóttir, er jafnframt verndari barnaþings og því er vel við hæfi að velja Vinaskóg til gróðursetningar í tengslum við barnaþing. Nemendur í sjötta bekk Vesturbæjarskóla tóku í gróðursetningunni að þessu sinni ásamt starfsfólki umboðsmanns barna. Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu Vinaskógar.
Umboðsmaður barna þakkar nemendum í Vesturbæjarskóla kærlega fyrir samstarfið.