Birting dóma sem varða börn
Umboðsmaður sendi bréf til dómsmálaráðherra þann 15. september varðandi birtingu dóma sem varða börn.
Í bréfi umboðsmanns er bent á að vinnsla persónuupplýsingar hjá dómstólum, meðal annars sú sem felst í birtingu dóma á netinu, getur því haft í för með sér mikla áhættu fyrir réttindi og frelsi hinna skráðu og þar af leiðandi sé mikilvægt að stuðla að því að hún sé í samræmi við grundvallarsjónarmið um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Þá hefur embættið, á síðustu árum, ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu sem varða börn er háttað og sérstaklega í þeim dómum þar sem börn eru þolendur, t.d. kynferðisbrotamálum. Þar er oft gengið mjög nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum og ítarlegum lýsingum á líðan barna.