29. mars 2022

Barnasáttmálinn og réttindi á tímum heimsfaraldurs

Á barnaþingi í mars lagði umboðsmaður barna fram skýrslu um réttindi barna á tímum heimsfaraldurs og hlutverk og vægi Barnasáttmálans í þeim aðstæðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um aðgerðir stjórnvalda í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans.

Á barnaþingi sem fram fór fyrr í þessum mánuði var lögð fram skýrsla sem fjallar um réttindi barna á tímum heimsfaraldurs og hlutverk og vægi Barnasáttmálans í þeim aðstæðum. Í skýrslunni er m.a. fjallað um þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til, í því skyni að hefta útbreiðslu faraldursins, og hvort og þá að hvaða marki, þær aðgerðir hafa verið í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Óhætt er að segja að á síðustu tveimur árum hafi íslensk börn tekið virkan þátt í baráttunni gegn veirunni og hafi lagt mikið af mörkum til þess að tryggja lýðheilsu sem og aðra samfélagslega hagsmuni.

Skýrslan er unnin samkvæmt lögum um umboðsmann barna, nr. 83/1994, en honum ber að boða til þings um málefni barna annað hvert ár og skulu niðurstöður og ályktanir þingsins kynntar ríkisstjórn. Þá segir enn fremur í 6. gr. a. laganna, að á þinginu skal fjalla um málefni barna, og við upphaf þess leggur umboðsmaður fram skýrslu um stöðu þeirra. Í skýrslunni skal m.a. fjallað um stöðu og þróun málefna barna á helstu sviðum samfélagsins, þar á meðal með hliðsjón af Barnasáttmálanum.

Á fyrsta barnaþingi sem fram fór árið 2019, lagði umboðsmaður barna fram skýrslu, um rétt barna til þátttöku, sem embættið hefur lagt ríka áherslu á í öllu sínu starfi. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica