14. júní 2018

Barnasáttmálinn lögfestur í Svíþjóð

Barnasáttmálinn verður að lögum í Svíþjóð samkvæmt samþykkt "Rikisdag" (sænska alþingisins) í gær.

Barnasáttmálinn verður að lögum í Svíþjóð

Barnasáttmálinn verður að lögum í Svíþjóð samkvæmt samþykkt "Rikisdag" (sænska alþingisins) í gær, miðvikudaginn 13. júní 2018.

 

Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org

Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org

 

Sáttmálinn var fullgiltur í Svíþjóð árið 1990 og hefur Svíþjóð einnig fullgilt fystu tvær valfrjálsu bókaninar um barnasáttmálann. Fram að þessu hefur aðlögun Barnasáttmálans í sænskan rétt falið í sér breytingar á sænskum lögum til samræmis við sáttmálann. Sænsk stjórnvöld hafa hins vegar verið undir miklum þrýstingi að lögfesta Barnasáttmálann og hefur undirbúningsvinnan tekið dágóðan tíma.  

 

Mynd: Yadid Levy / Norden.org

Mynd: Yadid Levy / Norden.org

 

Í frétt á vefsíðu sinni fagnar umboðsmaður barna í Svíþjóð þessum áfanga og bendir á að lögfestingin komi til með að hafa hvað mestu áhrif á börn í viðkvæmri stöðu sem hafa ekki fengið sínum réttindum fullnægt. 

Lögin koma með til að taka gildi þann 1. janúar 2020. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica