19. maí 2023

Barnamenningarsjóður

Úthlutað verður í fimmta sinn úr Barnamenningarsjóði Íslands á degi barnsins sem er sunnudaginn 21. maí. 

Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Samkvæmt ályktuninni var sjóðurinn fjármagnaður til fimm ára og á þessum árum hefur sjóðurinn styrkt fjölda verkefna og eflt barnamenningu á þessum árum. Það er von umboðsmanns barna að sjóðurinn verði festur í sessi og muni eiga þátt í því að efla barnamenningu um alla framtíð. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica