21. janúar 2013

Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

Eins og margir eflaust vita hafa breytingar á barnalögunum, nr. 27/2003, verið töluvert í umræðunni í samfélaginu undanfarin ár og m.a. var í desember 2008 skipuð nefnd af ráðherra til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni. Þó nokkrar breytingatillögur voru lagðar fram á gildandi lögum og eftir meðferð á þingi voru breytingalögin samþykkt 25. júní 2012 og tóku svo loks gildi 1. janúar 2013.

Helstu breytingarnar felast m.a í því að sett hefur verið inn í lögin svokölluð dómaraheimild, sem heimilar dómurum að dæma sameiginlega forsjá sem mun leiða til þess að foreldrar geta þurft að deila forsjá gegn vilja annars. Einnig eru aðilar ýmissa ágreiningsmála skyldaðir til að undirgangast sáttarmeðferð áður en að unnt er að höfða mál eða úrskurðar krafist. Þessar og fjölmargar aðrar breytingar verða ræddar á komandi málþingi 23. janúar 2013.

Framsögumenn á málþinginu eru þau Hrefna Friðriksdóttir, dósent ífjölskyldu- og erfðarétti við lagadeild Háskóla Íslands, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðingur.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica