Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Óskað er eftir umsóknum frá börnum og ungmennum á aldrinum 13 - 17 ára frá öllum landshlutum.
Öll börn fædd á árunum 2008 - 2011 geta sótt um í ráðið með því að fylla út umsókn í ráðið fyrir lok mánudagsins 13. nóvember 2023.
Kosið verður í nýtt ráð 17. nóvember á barnaþingi í Hörpu en þar mæta um 150 börn alls staðar af landinu sem eru valin með slembivali. Þátttakendur barnaþings kjósa 8 fulltrúa í ráðið og valnefnd forsætisráðuneytisins velur 4 fulltrúa til þess að gæta fjölbreytni.
Nýtt ráð tekur til starfa 1.janúar 2024 og starfar til 1.janúar 2026 og við erum spennt að fá umsókn frá þér!
Umsókn í barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.