8. júní 2016

Ársskýrsla 2015

Út er komin ársskýrslan fyrir starfsárið 2015 og hefur hún verið afhent forsætisráðherra. Í upphafi ársins varð embættið tuttugu ára og á þeim tíma hefur embættið skapað sér vissan sess í samfélaginu. Hlutverk umboðsmanns barna er víðtækt og tekur til málefna allra barna á öllum sviðum samfélagsins. Það er að vissu leyti mikil áskorun því hjá embættinu starfa að meðaltali fjórir starfsmenn. 

Fjölmörg álitamál komu til meðferðar embættisins. Þar má meðal annars nefna geðheilbrigði barna og úrræðaleysi þegar kemur að börnum sem glíma við fjölþættan vanda, aðgerðir á intersex börnum, bann við beitingu nauðungar og málefni barna hælisleitenda. Þá er þátttöku barna bæði í eigin lífi og í samfélaginu gertð góð skil t.d. með birtingu kaflans Hvenær ráða börn sjálf. 

Einnig má geta þess að ársskýrslur okkar hafa síðustu ár verið skreyttar með myndum eftir hina ýmsu grunnskólanemendur. Okkur finnst nauðsynlegt að börn hafi ríkari tengingu við ársskýrsluna og því höfum við leitað til þeirra skóla sem við höfum heimsótt og fengið nemendur þeirra til að myndskreyta skýrslur okkar. Í ár eru það nemendur Reykhólaskóla og Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sem eiga heiðurinn af myndskreytingu skýrslunnar. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag. 

Ársskýrslan er birt hér á vef umboðsmanns. Hægt er að sjá nýjustu og eldri ársskýrslur á pdf formi eða óuppsettar án mynda hér undir flipanum Útgefið efni

Einnig er hægt að lesa skýrsluna rafrænt með því að smella á myndina hér fyrir neðan (opnast í nýjum glugga).

 

Mynd af bókakápu fyrir ársskýrslu umboðsmanns barna 2015

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica