23. október 2020

Áhrif sóttvarnareglna á börn

Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með sóttvarnalækni, landlækni, heilbrigðisráðherra og yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að ræða sóttvarnaráðstafanir og þær takmarkanir á réttindum barna sem í þeim felast. 

 

Í bréfi umboðsmanns kemur meðal annars fram að umræddar takmarkanir hafi haft víðtæk áhrif á daglegt líf barna en miklu máli skiptir að meðalhófs sé gætt í öllum ráðstöfunum sem snúa beint að börnum, bæði við val á úrræðum og beitingu þeirra. Þá er sömuleiðis brýnt að allar reglur og tilmæli sem varða börn séu skýr og ótvíræð og sett fram á einföldu og auðskildu máli.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica