6. janúar 2025

Afmælishátíð

Í tilefni af 30 ára afmæli embættisins efnir umboðsmaður barna til afmælishátíðar í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 9. janúar. 

Nú um áramótin voru 30 ár liðin frá því embætti umboðsmanns barna var stofnað, með lögum nr. 83/1994 sem tóku gildi 1. janúar 1995. Umboðsmaður barna efnir af því tilefni til afmælishátíðar í Kaldalóni í Hörpu, fimmtudaginn 9. janúar nk.

Dagskráin hefst kl. 14:00 á tónlistaratriði og ávörpum forsætisráðherra og umboðsmanns barna. Þar á eftir verða flutt erindi um verkefni embættisins varðandi mat á áhrifum á börn og barnvæna réttarvörslu. Þá munu fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna halda erindi um fræðslu í skólum um réttindi jaðarsettra hópa og fulltrúar úr barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna munu kynna sitt starf. Dagskrá lýkur kl. 15:30 og verður þá boðið upp á léttar veitingar.

Viðburðurinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir og mikilvægt er að skrá sig til þátttöku með því að smella á meðfylgjandi hlekk

Skráning á afmælishátíð umboðsmanns barna.

UB30-Bodskort-SoMe-1x1-v01


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica