Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Nýtt merki barnaþings

Í tilefni barnaþings sem haldið verður í Hörpu dagana 21. – 22. nóvember næstkomandi þar sem um 170 börn munu meðal annars koma og taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau, hefur nýtt merki litið dagsins ljós.

Merkið er hannað af auglýsingastofunni Aldeilis. Það er skjöldur, mótaður af fjórum táknum: Fjöll, fjöllin og náttúran eru tákn framtíðarinnar; umræða, umræða ungmenna sem hafa áhrif á framtíð sína; kría,krían er verndari ungviðis og er auðkennistákn umboðsmanns barna sem jafnframt stendur fyrir þinginu og hnefi, en hnefinn er er tákn valdsins sem ungmennum gefst. Hvert tákn um sig er því skírskotun til barnaþingsins.

Það má lesa sig í gegnum fletina á skjaldarmerkinu þannig: Umboðsmaður barna boðar valdeflingu ungs fólks til að þau geti haft áhrif á framtið sína sjálf.

Nánari upplýsingar um barnaþingið er að finna á vefsíðu barnaþings.

 

Logo Barnathing 2019 01

Logo Barnathing 2019 02