Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Börn afhenda ráðherrum boð á barnaþing

Í vikunni afhentu börn ráðherrum boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 21.-22. nóvember. Auk barna er þingmönnum, fulltrúum sveitarstjórna, stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna, boðið til þingsins.

Barnaþingið er haldið í fyrsta skiptið í ár en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum falið að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti. Með þinginu er brotið blað í samráði við börn og vonandi á barnaþing eftir að verða öflugur vettvangur fyrir samtal og samráð um málefni barna til framtíðar.

Niðurstöður og ályktanir þingsins verða kynntar ríkisstjórn og er ætlað að verða hluti af samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna. Skráning á barnaþing fer fram á netfangið barn@barn.is en takmarkaður fjöldi sæta er í boði.

Myndir frá afhendingunni