Fréttir


Eldri fréttir: 2018 (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

20. febrúar 2018 : Vegna umræðu um umskurð á drengjum

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu um umskurð drengja. Umboðsmaður barna vill því vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum og barnalæknum.

14. febrúar 2018 : Sjúk ást - morgunverðarfundur

Auglýsing fyrir morgunverðarfund Náum áttum hópsins. Fundurinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 21. febrúar 2018.

6. febrúar 2018 : Viðmið vegna umfjöllunar um börn á samfélagsmiðlum

Í tilefni af alþjóðlegum netöryggisdegi 2018 gefa umboðsmaður barna, Barnaheill, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Unicef og SAFT út viðmið vegna umfjölunar um börn á samfélagsmiðlum.

26. janúar 2018 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur)

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti þann 26. janúar 2018.

19. janúar 2018 : Forsætisráðherra heimsækir embættið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og embættisins 2018 - 2022. En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum.

15. janúar 2018 : Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

15. janúar 2018 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

12. janúar 2018 : Fundur með félags- og jafnréttismálaráðherra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal ásamt starfsmanni embættisins, Stellu Hallsdóttur átti fund í gær, fimmtudaginn 11. janúar, með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra

11. janúar 2018 : Vegna barna- og unglingasíðu

Ekki hefur reynst unnt að setja inn svör við þeim spurningum sem borist hafa í gegnum Barna- og unglingasíðuna okkar. Verið er að vinna að viðeigandi lausn.
Síða 10 af 10

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica