Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.
Í dag, á alþjóðlegum degi barna og afmælisdegi barnasáttmálans, er við hæfi að leggja áherslu á þann mikilvæga boð- skap sem barnasáttmálinn felur í sér.
Á morgun, 18. nóvember, er dagur Evrópuráðsins til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í ár er dagurinn sérstaklega helgaður vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi í tengslum við upplýsinga- og samskiptatækni. Þær öru breytingar sem hafa átt sér stað á netinu og þá ekki síst á vettvangi samfélagsmiðla á...