Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Unglingar og barnagæsla

Umboðsmaður barna fær oft fyrirspurnir um það hvenær unglingar mega byrja að vinna við barnagæslu. Vinnueftirlitið að barnagæsla geti ekki talist starf af léttara taginu og því sé ekki heimilt að ráða yngri en 15 ára til að starfa við barnagæslu. Ekki ætti að fela yngra barni að gæta annars barns nema undir eftirliti fullorðinna.

Sjá nánar

Hvernig líður börnum í íþróttum - morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum, og jafnframt síðasti fundur vetrarins, verður miðvikudaginn 3. maí næstkomandi.  Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Hvernig líður börnum í íþróttum"  Á fundinum verða með erindi þau: Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu með erindið "Líðan barna í íþróttum"....

Sjá nánar

Gleðilegt sumar

Á morgun fagna landsmenn sumarkomu og jafnvel þó veðráttan eigi það til að vera ekki mjög sumarleg um þessar mundir má búast við að mörg sveitarfélög verði með hátíðarhöld í tilefni dagsins.

Sjá nánar