Fréttir: nóvember 2016

Fyrirsagnalisti

22. nóvember 2016 : Sameiginleg yfirlýsing vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar

Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

16. nóvember 2016 : Dagur mannréttinda barna

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu.

8. nóvember 2016 : Dagur gegn einelti

Vakin er athygli á því að dagurinn í dag - 8. nóvember - er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn í ár. Góð samskipti skipta lykilmáli við að skapa jákvætt samfélag og er við hæfi á þessum degi að hugleiða hvernig við sjálf getum stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi fyrir alla án eineltis.

8. nóvember 2016 : Menntamálastofnun stofnar ungmennaráð

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar. Í ráðinu sitja fulltrúar Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanns barna, UMFÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3. nóvember 2016 : Krakkakosningar að baki

Eitt af þeim verkefnum sem umboðsmaður barna er hvað stoltastur af eru Krakkakosningar sem er samstarfsverkefni embættisins og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fóru fyrst fram í tengslum við forsetakosningarnar í júní 2016 og svo aftur í kringum Alþingiskosningarnar sem fram fóru 29. október sl.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica