Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli

Hjá umboðsmanni barna er nú staddur blaðamaður á vegum norrænu barna- og ungmennanefndarinnar (Nordbuk). Hún heitir Nina og hlutverk hennar er að safna efni í norrænni handbók sem lýsir fyrirmyndarverkefnum þar sem lýðræði barna er í aðalhlutverki. Hér skoðar hún verkefnið „Stjórnlög unga fólksins“ sem fór fram árið 2011 í tengslum við vinnu Stjórnlagaráðs við endurskoðun á stjórnarskrá Íslands.

Undanfarna tvo daga hefur hún því verið að taka viðtal við ungmenni sem tók þátt í verkefninu, aðila frá Unicef, Reykjavíkurborg og umboðsmanni barna sem komu að verkefnastjórn og fulltrúa Stjórnlagaráðs. Á morgun mun hún halda áfram för sinni til Grænlands í leit að góðum lýðræðisverkefnum.

Hægt er að lesa nánar um Stjórnlög unga fólksins hér á vefsíðu umboðsmanns barna

 

Stjornlogungafolksins