Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Þekking á högum, líðan og viðhorfum barna

Þegar verið er að taka ákvarðanir sem varða börn með einum eða öðrum hætti ber ávallt að hafa það sem er börnum fyrir bestu að leiðarljósi, en þetta kemur meðal annars fram í 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til þess að meta hvað telst börnum fyrir bestu skipta réttindi barna...

Sjá nánar

Fjölskyldumiðstöð lokað

Umboðsmaður barna fékk fregnir af því að það stæði til að loka starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem Rauði krossinn hefur rekið um árabil. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur reynst fjölskyldum mikilvægur stuðningur í erfiðum málum og þykir það miður að starfsemi hennar skuli lokið. Umboðsmaður barna sendi því bréf til velfeðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins vegna þess.

Sjá nánar

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Barnaþing Grafarvogs og Kjalarness

Föstudaginn 2. desember komu saman yfir 200 börn úr 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi til þess að ræða málefni sem snertir þau öll, hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.

Sjá nánar

Táknmálstúlkuð fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Velferðarráðuneytið hefur birt á vefsvæði sínu táknmálstúlkaða teiknimynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Myndbandið lét Evrópráðið gera á síðasta ári í þeim tilgangi að fræða börn og til að stuðla að aukinni samfélagsvitund um kynferðisofbeldi gegn börnum. Teiknimyndin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og var frumsýnd hér á landi í nóvember...

Sjá nánar

Sameiginleg yfirlýsing vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar

Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

Sjá nánar

Dagur mannréttinda barna

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu.

Sjá nánar

Dagur gegn einelti

Vakin er athygli á því að dagurinn í dag - 8. nóvember - er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn í ár. Góð samskipti skipta lykilmáli við að skapa jákvætt samfélag og er við hæfi á þessum degi að hugleiða hvernig við sjálf getum stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi fyrir alla án eineltis.

Sjá nánar

Krakkakosningar að baki

Eitt af þeim verkefnum sem umboðsmaður barna er hvað stoltastur af eru Krakkakosningar sem er samstarfsverkefni embættisins og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fóru fyrst fram í tengslum við forsetakosningarnar í júní 2016 og svo aftur í kringum Alþingiskosningarnar sem fram fóru 29. október sl.

Sjá nánar

Barnabók um réttindi barna

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín.

Sjá nánar

Krakkakosningar á ný

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í tilefni af Alþingiskosningum 29. október nk. Sérstakur vefur -krakkaruv.is/krakkanosningar - hefur verið opnaður af því tilefni.

Sjá nánar

Verkefnið Barnvæn sveitarfélög kynnt

Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi hafa nú opnað vefsíðuna Barnvæn sveitarfélag. Vefsíðan var formlega opnuð á Akureryi fyrr í dag, en þar er að finna upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálams.

Sjá nánar

Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna.

Sjá nánar

Myndbönd um nemendafélög og skólaráð

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

Sjá nánar

Páll Valur Björnsson hlýtur Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Verðlaunin falla í hlut þess þingmanns sem ungmennunum þykir hafa staðið sig best í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna á Alþingi á ári hverju. Verðlaunin verða veitt árlega og voru afhent í fyrsta skipti í dag.

Sjá nánar

Námsgögn á táknmáli - bréf

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra og Menntamálastofnun bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgang heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að námsgögnum á táknmáli í grunnskólum hér á landi.

Sjá nánar

Börn í leit að alþjóðlegri vernd

Umboðsmaður barna hefur á undanförnum mánuðum sérstaklega kynnt sér málefni barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Ljóst er að það er mikill vilji hér á landi til þess að tryggja réttindi barna. Því miður virðist þó oft skorta upp á að réttindi barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd séu raunverulega virt í framkvæmd.

Sjá nánar

Ungir vegfarendur fara senn á kreik

Nú fara grunn- og framhaldsskólarnir að byrja eftir dágott sumarfrí og má því búast við að nýir vegfarendur haldi innreið sína inn í umferðina - labbandi, hjólandi eða með öðrum leiðum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á okkur sem eldri eru og höfum verið þátttakendur í umferðinni í lengri tíma að vera góðar fyrirmyndir.

Sjá nánar

Réttur til menntunar - ábyrgð foreldra

Nú styttist í skólabyrjun í framhaldsskólum landsins. Af því tilefni vill umboðsmaður barna minna foreldra og aðra á réttindi barna í framhaldsskólum. Eftir að skyldunámi lýkur eiga öll börn rétt á menntun eða starfsþjálfun við hæfi og er sá réttur m.a. tryggður í 28. gr. Barnasáttmálans og lögum um framhaldsskóla.

Sjá nánar

Samantekt um nýafstaðnar krakkakosningar

Í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní sl. stóðu KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna til þess að gefa börnum tækifæri á því að láta skoðanir sínar á frambjóðendum í ljós. Um 2.500 börn tóku þátt í kosningunum og voru niðurstöður þeirra kynntar á kosningavöku RÚV.

Sjá nánar

Úrslit krakkakosninga

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa staðið fyrir forsetakosningum barna undanfarnar vikur og hafa fjölmargir nemendur í grunnskólum landsins kosið sinn forsetaframbjóðanda.  Markmið þessa verkefnis er í anda 12. ofg 13. gr. Barnasáttmálans og gefur börnum tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. Kynningar á forsetaframbjóðendunum ásamt kynningu...

Sjá nánar

Ársskýrsla 2015

Út er komin ársskýrslan fyrir starfsárið 2015 og hefur hún verið afhent forsætisráðherra. Í upphafi ársins varð embættið tuttugu ára og á þeim tíma hefur embættið skapað sér vissan sess í samfélaginu. Hlutverk umboðsmanns barna er víðtækt og tekur til málefna allra barna á öllum sviðum samfélagsins. Það er að...

Sjá nánar

Útgáfa bókar um þátttöku barna og ungmenna - Do rights!

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bókina Do rights!: Nordic perspectives on child and youth participation (Gerðu rétt!: Þátttaka barna og ungmenna út frá norrænu sjónarhorni).  Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er sú að Norðurlöndin eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Ritinu er ætlað að hvetja stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og...

Sjá nánar

Réttindi flóttabarna - yfirlýsing norrænna umboðsmanna barna

Fundur norrænna umboðsmanna barna var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 18. - 20. júní. Á þeim fundi gerðu umboðsmenn sameiginlega yfirlýsingu um réttindi barna í leit að alþjóðlegri vernd. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á dönsku hér neðar í fréttinni.  Árið 2015 komu allt að 90.000 börn og ungmenni til...

Sjá nánar

Krakkakosningar

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. þetta er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem fram kemur að börn eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og hafa áhrif á samfélagið.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

Sjá nánar

Forsetakosningar krakkanna

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa sent bréf til allra grunnskóla þar sem leitað er eftir þátttöku grunnskóla í verkefni þar sem börnin kjósa hvaða forsetaframbjóðandi höfðar mest til þeirra.

Sjá nánar

Skipun talsmanna í barnaverndarmálum

Umboðsmaður barna hefur skorað á félags- og húsnæðismálaráðherra að beita sér fyrir því að skylda barnaverndarnefnda til að skipa barni talsmann í barnaverndarmálum verði skerpt enn frekar og hlutverk talsmanns skýrt nánar í löggjöf.

Sjá nánar

Samráðsfundur ungmennaráða

Nýlega hélt Menntamálastofnun samráðsfund með fulltrúum ungmennaráða. Tilgangur fundarins var að fá skoðanir ungmenna á ýmsum málefnum og verkefnum stofnunarinnar. Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Kristján Helgason og Inga Huld Ármann, mættu á fundinn, ásamt fulltrúum frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og sveitarfélaganna Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.

Sjá nánar

Myndbirting í fjölmiðlum

Í gær birtu nokkrir fjölmiðlar myndband sem sýndi líkamsárás gegn barni. Ljóst er að um er að ræða alvarlegt mál, þar sem börn eiga í hlut. Þó að andlit barnanna hafi verið hulin má ætla að auðvelt geti verið að þekkja þau. Umboðsmaður barna gagnrýnir umrædda myndbirtingu og skorar á fjölmiðla að fjarlægja myndbandið af vefsíðum sínum.

Sjá nánar

Spurningar til fjölmiðla varðandi umfjöllun um börn

Umboðsmaður barna hefur sent tölvubréf til nokkurra fjölmiðla þar sem bent er á þau sjónarmið og ákvæði laga sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fjölmiðlar fjalla um einstök börn eða málefni barna. Í bréfinu er einnig óskað eftir upplýsingum um starfsreglur eða viðmið þeirra varðandi umfjöllun um börn.

Sjá nánar

Börn og mótmæli

Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Aldrei ber að nota börn til þess að koma skoðunum annarra á framfæri. Þau eiga rétt á sínum eigin skoðunum og að tjá þær.

Sjá nánar

Ákvörðun Fjölmiðlanefndar um áfengisauglýsingu

Nýlega birti Fjölmiðlanefnd ákvörðun um að auglýsing á Egils Gulli, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 14. október sl. teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og hafi Ríkisútvarpið þar með brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla.

Sjá nánar

Undirskriftarsöfnun ungmennaráða gegn áfengisfrumvarpi

Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin stendur nú fyrir undirskriftalista gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis. Undirskriftin er hvatning til alþingismanna að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu á verslun með áfengi og tóbak (Þingskjal 13 – 13. mál) sem nú...

Sjá nánar

Geðheilbrigðisþjónusta við börn óviðunandi

Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar er staðfest að geðheilbrigðisþjónusta við börn hér á landi er algjörlega óviðunandi. Eins og staðan er í dag þurfa börn að bíða í allt að eitt og hálft ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en slíkt felur í sér alvarlegt brot á grundvallarmannréttindum barna. Umboðsmaður barna skorar á löggjafann og stjórnvöld að taka athugasemdir Ríkisendurskoðunar alvarlega og vinna markvisst að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn

Sjá nánar

Skipta raddir ungs fólks máli?

Í gær, 18. febrúar, stóð Evrópa unga fólksins, í samstarfi við umboðsmann barna, UMFÍ, SAMFÉS og Samband íslenskra sveitarfélaga,  fyrir ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli? Á ráðstefnunni mættu fjölmörg ungmenni frá hinum ýmsu ungmennaráðum á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, ásamt starfsfólki sem starfar með þeim. Fjallað var um...

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð í dag

Allir starfsmenn embættisins munu taka þátt í ráðstefnunni "Skipta raddir ungs fólks máli?" og verður skrifstofan því lokuð. Umboðsmaður barna, Evrópa unga fólksins, Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Samfés, Félags fagfólks í frítímaþjónustu og UMFÍ standa að ráðstefnunni sem er hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk...

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur með erindi á Náum áttum

Fulltrúar frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna þær Þórdís Helga, María Fema og Þórhildur voru með erindi á morgunverðarfundi Náum áttum í morgun. Erindi þeirra bar heitið "Ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd" þar sem þær fjölluðu meðal annars um sína upplifun á forvörnum.  Á heimasíðu Náum áttum hópsins er hægt...

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um vímuvarnir

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem haldinn verður miðvikudaginn 17. febrúar nk. Umræðuefnið er að þessu sinni vímuvernd og munu fulltrúar í ungmennaráðum umboðsmanns barna og Barnaheilla m.a. fjalla um það hvernig ungt fólk tapar á slökun í vímuvernd.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna heimsækir skóla

Margrét María, umboðsmaður barna, hefur sett það markmið að vera búin að heimsækja alla skóla landsins fyrir maílok árið 2017.  Þeir skólar sem hún hefur heimsótt eru orðnir all nokkrir og í dag bættust við Setbergsskóli og Lækjarskóli í Hafnarfirði, Álftanesskóli og Ísaksskóli. Að sögn Margrétar var heimsóknin í dag...

Sjá nánar

Niðurskurður bitni ekki á börnum - bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af því hvaða áhrif niðurskurður sveitarfélaga hefur á börn og þeirra velferð. Umboðsmaður sendi því bréf í dag til til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndamanna í skólanefndum eða þeim nefndum sveitarfélaganna sem sinna skólamálum til að minna á skyldu sveitarfélaga að setja hagsmuni barna ávallt í...

Sjá nánar

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fundar með menntamálaráðherra

Í gær funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna með Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra ásamt starfsmönnum mennta-og menningarmálaráðuneytis. Ráðgjafarhópinn skipa þau María Fema Wathne 16 ára, Þórdís Helga Ríkharðsdóttir 14 ára, Inga Huld Ármann 15 ára, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir 15 ára, Íris Líf Stefánsdóttir 14 ára, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 15...

Sjá nánar

Börn á faraldsfæti

Tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC) hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna barna á faraldsfæti. Í fréttatilkynningunni kemur meðal annars fram að a.m.k. 337.000 börn séu á meðal skráðra hælisleitenda í Evrópu, en það gerir um þriðjung allra hælisleitenda. Umboðsmenn barna í Evrópu hafa verulegar áhyggjur af stöðu þessara barna,...

Sjá nánar

Börn sem líða efnislegan skort

Umboðsmaður barna skorar á stjórnvöld að nýta þær upplýsingar sem fram koma í nýútkominni skýrslu UNICEF um börn sem líða efnislegan skort og greina þær nánar, þannig hægt verði að bæta stöðu þeirra barna sem líða skort hér á landi

Sjá nánar

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli

Hjá umboðsmanni barna er nú staddur blaðamaður á vegum norrænu barna- og ungmennanefndarinnar (Nordbuk). Hún heitir Nina og hlutverk hennar er að safna efni í norrænni handbók sem lýsir fyrirmyndarverkefnum þar sem lýðræði barna er í aðalhlutverki. Hér skoðar hún verkefnið „Stjórnlög unga fólksins“ sem fór fram árið 2011 í...

Sjá nánar

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi sitt þann 15. maí 2013. Hann felur það í sér að tannlækningar barna eru að fullu greiddar, utan 2.500 króna árlegs komugjalds. Samningurinn er innleiddur í áföngum og nú 1. janúar 2016 bættust 6 - 7 ára börn við þann...

Sjá nánar