Fréttir: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

27. febrúar 2015 : Frumvarp til almennra hegningarlaga (bann við hefndarklámi), 436. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við hefndarklámi), 436. mál. Umsögn sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 27. febrúar 2015.

27. febrúar 2015 : Viðbrögð við afbrotum barna

Umboðsmaður barna sendi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Í bréfinu er fjallað um úrræði fyrir börn sem svipta þarf frelsi sínu og mikilvægi sáttamiðlunar.

27. febrúar 2015 : Frumvarp til almennra hegningarlaga (heimilisofbeldi), 470. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til almennra hegningarlaga (heimilisofbeldi), 470. mál. Umsögn sína sendi umboðsmaður með tövlupósti dags. 27. febrúar 2015.

23. febrúar 2015 : Heimilisofbeldi: viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir

Næsti fræðslufundur Náum áttum samstarfshópsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 25 febrúar nk. kl. 8:15 - 10:00. Yfirskrift fundarins er „Heimilisofbeldi: viðbrögð – úrræði – nýjar leiðir“.

11. febrúar 2015 : Úrræði fyrir unga fanga

Umboðsmaður barna hefur sent Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, bréf þar sem m.a. er spurt hvaða vinna sé hafin við að móta framtíðarlausn fyrir börn sem eru úrskurðuð í gæsluvarðhald eða dæmd í óskilorðsbundið fangelsi.

10. febrúar 2015 : Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum

Nú eru bráðum 9 ár síðan að lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 tóku gildi og ennþá er ekki búið að tryggja eftirlitið. Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra upplýsi umboðsmann um það hvernig ráðuneytið hyggst beita sér fyrir því að markmiðum laganna verði náð.

9. febrúar 2015 : Skortur á úrræðum fyrir börn með tví- eða fjölþættan vanda

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir svörum um það hvernig ráðuneytið hyggst bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir hér á landi fyrir börn sem tví- eða fjölþættan vanda sem þurfa þjónustu frá bæði barnaverndarkerfinu og heilbrigðiskerfinu.

4. febrúar 2015 : Ungmenni funda með velferðarnefnd Alþingis

Í dag var stór dagur hjá umboðsmanni barna. Átta ungmenni sátu fund með Velferðarnefnd Alþingis í tilefni af 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica