Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heimsókn á Stuðla

Starfsfólk umboðsmanns barna heimsótti í dag meðferðarstöðina Stuðla.  Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að ræða við starfsfólk Stuðla um stöðu meðferðarmála fyrir börn á Íslandi og skoða þær breytingar sem voru nýlega gerðar á húsnæðinu. 

Heimsóknin var afar áhugaverð og ánægjuleg. Umboðsmaður vonar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu muni vera til hagsbóta fyrir börn og auka möguleikana til þess að taka tillit til mismunandi þarfa þeirra. Þá var sérstaklega gaman að sjá hversu fjölbreytt og skapandi skólastarf er í boði fyrir börn sem dvelja á Stuðlum. 

Umboðsmaður barna þakkar fyrir góðar mótttökur. Það skiptir miklu máli fyrir umboðsmann að vera í góðu samstarfi við fagfólk sem vinnur með börnum og heyra frá þeim beint hvað gengur vel og hvað þarf helst að bæta. Hann er því afar þakklátur fyrir að starfsfólk Stuðla hafi gefið sér tíma til að ræða við embættið, þrátt fyrir miklar annir.