Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Eru jólin hátíð allra barna? - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi á miðvikudaginn nk. þar sem fjallað verður um það hvernig börn upplifa jólin á mismunandi hátt. Erindin sem flutt verða fjalla um áfengisneyslu foreldra, markaðssetingu jólannna og jólahald í stjúpfjölskyldum.

Sjá nánar

Þingmenn gerast talsmenn barna

Á afmælishátíð Barnasáttmálans skrifaði hópur þingmanna undir yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi og hafa þannig réttindi og velferð barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og lagasetningu.

Sjá nánar

Ungmenni funda með ríkisstjórn

Fulltrúar úr ungmennaráðum Barnaheilla, UNICEF og umboðsmanns barna hittu í morgun ráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. Fundurinnvar hluti af dagskrá í tilefni 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnað verður á fimmtudaginn nk.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald

Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.

Sjá nánar

Afmæli Barnasáttmálans nálgast

Nú styttist í 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en það er 20. nóvember næstkomandi. Til að fagna afmælinu hafa ýmsir aðilar skipulagt viðburði eða verkefni sem eiga að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi hans fyrir börn. Þegar skólar, frístundaheimili, stofnanir,  félagasamtök og fleiri skipuleggja hvernig best sé að...

Sjá nánar

Yfirlýsing um börn og fátækt

Í síðustu viku var haldinn árlegur fundur tengslanets umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC). Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Skotlandi. Margrét María Sigurðardóttir sótti fundinn en þar var skipst á upplýsingum og skoðunum um ýmis málefni sem snerta börn. Aðalumræðuefni fundarins var fátækt og áhrif efnahagsþrenginga undanfarinna ára á...

Sjá nánar