Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tengslafundur fyrir félagasamtök

Börn lesa bréfFyrir ári síðan hélt umboðsmaður barna fund með hinum ýmsu félagasamtökum sem vinna að málefnum barna síðasta haust. Á fundinn mættu fulltrúar um 20 félagasamtaka. Niðurstaða fundarins var meðal annars sú að það væri gagnlegt að koma á fót reglulegum samráðsvettvangi ólíkra aðila sem vinna með einum eða öðrum hætti að því að gæta hagsmuna barna og bæta réttarstöðu þeirra. Var því ákveðið að umboðsmaður barna myndi boða annan fund að ári og ótrúlegt en satt þá er árið liðið.

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund miðvikudaginn 17. september nk. kl. 14:00-16:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík (gamla Morgunblaðshúsið).

Eins og í fyrra er markmið fundarins að skiptast á upplýsingum og læra hvort af öðru. Jafnframt er ætlunin að vera með réttindafræðslu og skiptast á hugmyndum um það hvernig hægt er að nýta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í daglegu starfi. Í byrjun fundarins myndum við gjarnan vilja biðja þá sem mæta um að segja stuttlega frá starfi samtaka sinna og þá sérstaklega hvort og þá hvernig börn koma að því starfi.   

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á ub@barn.is eða í síma 552 8999.