Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Kynningar

Hlutverkumbodsmanns 1 Undanfarin 5 ár hefur umboðsmaður barna boðið skólum, félagasamtökum, ungmennaráðum  og þeim aðilum sem vinna með börnum eða fyrir börn uppá kynningar á embættinu og réttindum barna. Margir hafa nýtt sér boðið og hefur umboðsmaður barna hitt þúsundir barna undanfarin ár.

Á þessu starfsári mun umboðsmaður barna halda áfram að bjóða skólum upp á kynningar fyrir nemendur og starfsfólk. Kynningunum hefur einkum verið beint að börnum á unglingastigi  en hægt er að útbúa kynningu fyrir yngri börn ef eftir því er óskað. Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á embættinu og réttindamálum barna og unglinga geta óskað eftir því að umboðsmaður barna komi í heimsókn. Hópum er einnig velkomið að heimsækja okkur hér á skrifstofu umboðsmanns barna í Kringlunni 1.

Hægt er að panta kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999. Vikurnar 6. – 10. og 13. – 17. október 2014 mun umboðsmaður leggja áherslu á að sinna aðilum sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins.  Eru þeir sem óska eftir heimsókn umboðsmanns því beðnir um að láta vita fyrir 15. september svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.