Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málþing um jafnrétti, staðalmyndir og leikskólastarf

Rannsóknasetur í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) stendur fyrir málþingi um jafnræétti í leikskólastarfi 27. mars kl. 13 til 16. Yfirskriftin er Að rýna með jafnréttisgleraugum: Leikskólastarf og staðalmyndir! og fer málþingið fram í Bratta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Eftirfarandi erindi verða flutt:

Við erum öll kynlegir kvistir –jafnrétti er veganesti til réttláts samfélags 
Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri.

Misrétti og ranglæti 
Ólafur Páll Jónsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Jafnrétti í leikskólum í víðum og þröngum skilningi 
Þórdís Þórðardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Leikskólastarfsfólk með lakkaðar neglur. Um staðalmyndir og kennara sem fyrirmyndir í jafnréttismenntun barna 
Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur

Ævintýralegt jafnrétti. Þróunarverkefni um jafnrétti í leikskólastarfi 
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.

Snemma beygist krókurinn, kynjafræði og jafnrétti í Heilsuleikskólanum Króki 
Svandís Anna Sigurðardóttir, jafnréttis fulltrúi Háskóla Íslands og Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Króks.

Málþingið verður haldið í Bratta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands kl. 13:00-16:00 þann 27. mars. 
Verð kr. 3000.- Greiðsluseðill verður sendur til þátttakenda 
Skráning á heimasíðu RannUng: http://menntavisindastofnun.hi.is/malthing_um_jafnretti_27_mars