Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 11. febrúar 2014 við Menntavísindasvið HÍ.

Ekkert þátttökugjald

Skráning á Facebook eða með póst á saft@saft.is. Áhugasamir um þátttöku í málstofum sendi tölvupóst á saft@saft.is

Dagskrá

11.40 – 12.00  Skráning

12.00 – 12.15  Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, býður gesti velkomna og setur ráðstefnuna

12.15 – 12.25  Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menningar- og menntamálaráðherra

12.25 – 12.40  Velferðarráðuneytið

12.40 – 13.00  Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar: Af hverju þarf samráðsvettvang um stefnumótun um málefni internetsins? Vernd barna, miðlalæsi, frelsi og öryggi á internetinu sett í alþjóðlegt samhengi.

13.00 – 13.20  Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun – Læsi íslenskra nemenda síðastliðinn áratug samkvæmt PISA könnun OECD.

13.20 – 13.40  Ungmennaráð SAFT

13.40 – 14.00 Kaffihlé 

14.00 – 16.00 Málstofur

·         Ábyrgð og vernd Íslendinga á netinu 

Hvernig tryggjum við öryggi fólks á netinu og hvetjum til ábyrgrar notkunar nýrrar tækni? Hvert er hlutverk foreldra, skóla og samfélagsins? Hvaða reglur gilda um Internetið þegar tjáningarfrelsið er annars vegar? Hver er ábyrgur fyrir því efni sem birt er? Hvaða leiðir eru færar fyrir Íslendinga þegar ólöglegt efni og meiðyrði er vistað hjá erlendum aðilum? Hvaða rétt höfum við til tjáningar og til upplýsingaöflunar? Er Ísland eyland, eða þurfum við að taka tillit til löggjafar annarra ríkja? Hvað segja niðurstöður rannsókna um netnotkun Íslendinga? 

Málstofustjórar eru Ingimar Karl Helgason, blaðamaður og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdarstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Umsjón málstofu Steinunn Pieper, Mannréttindaskrifstofa Ísland og Sólveig Karlsdóttir, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra. Meðal þátttakenda verða fulltrúi ungmennaráðs, Ólafur Elínarson, ráðgjafi hjá Capacent, Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóli og Margrét Júlía Rafnsdóttir, Barnaheill – Save the Children Iceland. Ritari málstofu er Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri SAFT. 

·         Varðveisla persónuupplýsinga 

Kröfur um trausta innviði fjarskipta og öryggi fjarskiptakerfa verða stöðugt meiri, í takt við síaukna og fjölbreyttari notkun Internetsins sem vinnutækis, þjónustuleiðar og afþreyingar í daglegu lífi. Á sama tíma steðja að Internetinu fjölbreyttar og síbreytilegar öryggisógnir.   Sterkar kröfur eru því uppi um að efla öryggi notenda, gagna og búnaðar á netinu.  Rætt er um hvaða ábyrgð stjórnvöld, markaðsaðilar og almennir notendur hafa á þessu sviði. Hvert er hlutverk og ábyrgð stjórnvalda og markaðsaðila til að efla öryggi Netsins? Hvernig á að tryggja fjarskiptainnviði á Íslandi. Er öryggi nægjanlegt? Er þörf á frekari vörnum? Hvað er netöryggi gagnvart öryggi fólks, öryggi neta og öryggi gagnasafna sem innihalda persónuupplýsingar. 

Málstofustjóri er Arnaldur Axfjörð og Jón Kristinn Ragnarsson. Meðal þátttakenda verða fulltrúi ungmennaráðs SAFT, Hrafnkell V. Gíslasson, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Sigurður Emil Pálsson, sérfræðingur í netöryggismálum IRN, Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar og fulltrúi frá Félagi um stafrænt frelsi. Ritari málstofunnar er Þröstur Sigurjónsson.  

·         Hvernig byggjum við upp „stafræna borgaravitund“?   

Í fyrri hluta málstofunnar verður fjallað um nýjar tegundir læsis og dæmi tekin um þróun erlendis í stefnu og aðgerðum skóla og menntayfirvalda sem tengjast uppbyggingu og eflingu stafrænnar borgaravitundar með nemendum (Sólveig Jakobsdóttir). Þá fjallar Elínborg Siggeirsdóttir um námsefni sem hún hefur viðað að sér og þróað fyrir hvert aldursstig og fundi með nemendum og foreldrum í Hörðuvallaskóla þar sem kynntar eru hugmyndir um ábyrga netborgara, örugga netnotkun og leiðir til að efla jákvæða sjálfsvitund nemenda. Að lokum ræðir Salvör Gissurardóttir um siðfræði mynda og mikilvæg atriði sem kennarar og nemendur þurfa að hafa í huga á sviði myndmiðla sem eru tengdir neti í gegnum síma (t.d. snapchat, vine, Instagram) og fjallar um hlutverk stjórnvalda í þessu efni. Tekið verður stutt hlé en í síðari hluta málstofunnar verða umræður með fiskabúrssniði um málefni sem þörf er á að ræða í þessu samhengi, t.d. nýleg vandamál sem upp hafa komið og tengjast netnotkun skólafólks. Einnig mætti ræða tengd hugtök og þýðingu þeirra á íslensku. 

Umsjón með málstofu hafa Sólveig Jakobsdóttir dósent og Salvör Gissurardóttir lektor við Háskóla Íslands ásamt Elínborgu Siggeirsdóttur, umsjónarmanni upplýsingavers Hörðuvallaskóla og formanni 3f. Í umræðuhópi í upphafi verða framsögumenn, fulltrúi ungmennaráðs og Almar M. Halldórsson, verkefnisstjóri PISA hjá Námsmatsstofnun. En síðan geta allir sem áhuga hafa tekið þátt í umræðunum. 

16.00 – 16.30 Veitingar