Fréttir
Eldri fréttir: 2013 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti
Hvernig tryggjum við rétt allra barna óháð uppruna? - Morgunverðarfundur um lögfestingu Barnasáttmálans
Í tilefni af lögfestingu Barnasáttmálans verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna.
„Ekki mögulegt“ að koma á fót úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda
Í svarbréfi velferðarráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna segir að með hliðsjón af aðstæðum í ríkisfjármálum er ekki mögulegt að koma á fót stofnun sem sameini bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímefnaneyslu og afbrotahegðunar. Umboðsmaður telur því íslenska ríkið brjóta skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti.
Fyrirlestrar.is - Nýr vefur
Í dag var opnaður vefurinn fyrirlestrar. Markmið hans er að auka víðsýni, draga úr fordómum og veita ókeypis fræðslu um samfélagsmál með forvarnir að leiðarljósi. Á vefnum er hægt að horfa á fjölmörg myndbönd um málefni sem tengjast börnum, uppeldi og mannlífinu almennt.
Tengslafundur fyrir félagssamtök sem starfa að hagsmunamálum barna
Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund fimmtudaginn 12. sept. nk. kl. 14:30-17:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík (gamla Morgunblaðhúsið).
Snemmtæk íhlutun - Námstefna
Hinn 8. október n.k. klukkan 9 - 16 verður haldin námsstefna um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norræna húsinu. Efnið á erindi við fagfólk á vettvangi, rannsakendur, stjórnendur og stefnumótandi aðila innan velferðarþjónustunnar á sviði barna og fjölskyldumála.
Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum
Á vormánuðum 2013 var unnin rannsókn í samstarfi við umboðsmann barna á nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi. Ljóst er að nauðung í vinnu með börnum í sérúrræðum er ekki aðeins beitt í einstaka neyðartilfellum.
Yfirlýsing um vernd gegn ofbeldi frá umboðsmönnum barna á Norðurlöndum og í Eystrasalti
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fór í síðustu viku á fund samstarfsmanna sinna á Norðurlöndum og í Eystrasalti. Eitt af umræðuefnum fundarins var réttur barna á vernd gegn líkamlegum refsingum og annars konar ofbeldi sem börn eru beitt í uppeldislegum tilgangi á heimilum sínum.
Busavígslur
Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að gæta að réttindum og hagsmunum barna og vekja athygli á þeim. Umboðsmaður barna hefur því gagnrýnt busavígslur sem ganga út á það að gera lítið úr nemendum eða beita þá andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi.
Foreldrum ber að leggja út fyrir skólabókum
Foreldrum ber að framfæra börn sín til 18 ára aldurs. Í því felst að foreldrum ber að sjá þeim fyrir því sem þau þurfa til að lifa, þroskast og njóta réttinda sinna, þ.á.m. réttinn til menntunar. Það er því skylda foreldra að leggja út fyrir innkaupum á ritföngum og skólabókum barna sinna.
Síða 4 af 11