Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jákvæð þróun vímuefnaneyslu unglinga

Nýverið birti Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi. Annars vegar er skýrsla um þróun vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla (Vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Þróun frá 1997 til 2013) og hinsvegar meðal nemenda í framhaldsskólum landsins (Rannsókn á vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi 2013. Samanburður mælinga á vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi 2000 - 2013)

Í stuttu máli er þróun vímuefnaneyslu meðal ungmenna á Íslandi afar jákvæð og sýna báðar skýrslurnar þróun undanfarinna 13 – 15 ára.

Umboðsmaður barna fagnar þessum niðurstöðum. Það er ómetanlegt að geta stuðst við áreiðanlegar tölfræðilegar upplýsingar og að sú þekking sem árlegar kannanir veita okkur geti nýst til að hafa áhrif á umhverfi og aðstæður ungs fólks.

Svo virðist sem öflugt forvarnastarf og áhersla á ábyrgð foreldra undanfarin ár hafi skilað árangri. Þetta er í góðu samræmi við 33. gr. Barnasáttmálans sem fjallar um rétt barna til verndar gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og gegn því að þau séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau. Það er von umboðsmanns barna að vímuefnaneysla barna á Íslandi eigi enn eftir að minnka og að sífellt verði leitað nýrra leiða til að ná til og aðstoða þau börn sem eiga í mestum vanda.

Hægt er að nálgast skýrslurnar rafrænt hér á vefsíðu Rannsókna & greininga