Fréttir: ágúst 2013

Fyrirsagnalisti

30. ágúst 2013 : Nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum

Á vormánuðum 2013 var unnin rannsókn í samstarfi við umboðsmann barna á nauðung gagnvart börnum í sérúrræðum á Íslandi. Ljóst er að nauðung í vinnu með börnum í sérúrræðum er ekki aðeins beitt í einstaka neyðartilfellum.

28. ágúst 2013 : Yfirlýsing um vernd gegn ofbeldi frá umboðsmönnum barna á Norðurlöndum og í Eystrasalti

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fór í síðustu viku á fund samstarfsmanna sinna á Norðurlöndum og í Eystrasalti. Eitt af umræðuefnum fundarins var réttur barna á vernd gegn líkamlegum refsingum og annars konar ofbeldi sem börn eru beitt í uppeldislegum tilgangi á heimilum sínum.

27. ágúst 2013 : Busavígslur

Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að gæta að réttindum og hagsmunum barna og vekja athygli á þeim. Umboðsmaður barna hefur því gagnrýnt busavígslur sem ganga út á það að gera lítið úr nemendum eða beita þá andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi.

22. ágúst 2013 : Foreldrum ber að leggja út fyrir skólabókum

Foreldrum ber að framfæra börn sín til 18 ára aldurs. Í því felst að foreldrum ber að sjá þeim fyrir því sem þau þurfa til að lifa, þroskast og njóta réttinda sinna, þ.á.m. réttinn til menntunar. Það er því skylda foreldra að leggja út fyrir innkaupum á ritföngum og skólabókum barna sinna.

20. ágúst 2013 : Samráð vegna lagafrumvarps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni

Í bréfi starfshóps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, dags. 11. júlí sl., er leitað eftir afstöðu umboðsmanns barna til ýmissa álitaefna um staðgöngumæðrun. Umboðsmaður svaraði bréfinu með almennum hætti með bréfi dags. 20. ágúst 2013.

16. ágúst 2013 : Málþing um námsmat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica