Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar er boðað til nokkurra morgunverðarfunda

Annar morgunverðarfundurinn verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.Yfirskriftin er "Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna."

Dagskrá:
8.00-8.15      Skráning og morgunverður.
8.15-8.35      Tvítyngi og fjöltyngi, ávinningur fyrir einstakling og samfélag
                    Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnisstjóri fjölmenningar í leikskólum Reykjavíkur.
8.35-8.55      Íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og viðhald móðurmáls - framhaldsskólinn. Sjónarhorn framhaldsskólakennara og nemenda. 
                    Fulltrúar frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
8.55-9.15     Íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál - grunnskólinn. Sjónarhorn móttökudeildarstjóra. 
                    Kristrún Sigurjónsdóttir, Lækjarskóla í Hafnarfirði.
9.15-9.35      Íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál - leikskólinn. Söguskjóður - foreldratengt verkefni 
                    Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi á Dalvík.
9.35-9.55      Móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna - sjónarhorn foreldra. Renata Emilsson Pesková frá samtökunum Móðurmál.
9.55-10.00     Samantekt og slit
                    Ingibjörg Einarsdóttir, Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

Fundarstjóri, Guðni Olgeirsson.

Fundurinn er öllum opinn.
Kostnaður 2.300 kr., innifalið er morgunverður.
Nauðsynlegt er að skrá sig þátttöku og opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 23. apríl nk. á vefslóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/menntun-innflytjenda/nr/7551

Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu á vefslóðinni:  http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/
Næstu fundir í morgunverðarfundarröðinni verða:
31. maí - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.
13. júní – Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og fleiri sérfræðinga af öllum skólastigum.