Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málstofa um sáttamiðlun

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafardeild HÍ standa fyrir málstofu mánudaginn 15. apríl kl. 12:10-13:00 á Háskólatorg, stofu 101.

Í fyrirlestri  sínum “Styles of Conflict Resolution” mun Caroline Schacht frá East Carolina University í Bandaríkjunum kynna fimm grunnaðferðir við lausn á ágreiningi og útskýra af hverju málamiðlun er ekki allaf besta lausnin til að leysa úr ágreiningi. 

Caroline rekur miðstöð í sáttameðferð þar sem veitt er kennsla og  þjálfun í skilnaðarráðgjöf. Einnig hefur hún séð um þjálfun  sérfræðinga og sjálfboðaliða í sáttamiðlun ásamt innleiðingu sérstakrar aðferðarfræði í sáttamiðlun. 

Fyrirlesturinn er á ensku
Allir velkomnir