Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hádegisrabb RannUng - Börnin vilja gjarnan innrétta sjálf

Í hádegisrabbi RannUng þriðjudaginn 7. maí mun Fanný Heimisdóttir fjalla um meistararitgerð sína. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram þekkingu deildarstjóra í leikskóla af því að hagnýta efnislegt umhverfi leikskóladeilda til að hafa áhrif á samskipti, leik og sjálfræði barna. Umhverfið er stundum kallað þriðji kennarinn og samspil þessara þriggja, hins eiginlega kennara, efnislegs umhverfis og barnanna leiðir af sér þekkingarsköpun.

Í rabbinu verður fjallað um hvernig deildarstjórarnir framselja vald yfir umhverfinu til barnanna ásamt því að fjalla um aðferðafræði rannsóknarinnar.

Takið með ykkur nesti og notið hádegið í vangaveltur um hlutverk leikskólakennara með fjölbreyttan barnahóp.

Hádegisrabbið verður í stofu H 201 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 12:10 – 13:00

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu RannUng http://www.stofnanir.hi.is/rannung/