Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fyrirlestrar um ýmsa málaflokka sem snerta börn

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á viðburði sem samtökin Regnbogabörn standa fyrir í Háskólabíói, sal 1, dagana 22., 23. og 24. apríl nk. 

Í auglýsingu segir: "Við höfum fengið til liðs við okkur helstu sérfræðinga úr fræði- og leikmannasamfélaginu til að halda röð áhugaverðra og stórskemmtilegra fyrirlestra um málefni sem snerta okkur öll í daglegu lífi. Við leitum að áhorfendum í sal til að vera viðstaddir upptökurnar og njóta fyrirlestranna um leið."

Í framhaldinu verða fyrirlestrarnir birtir á nýrri heimasíðu Regnbogabarna sem ber nafnið Fyrirlestrar.