Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl 2013. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!

Dagskrá Barnamenningarhátíðar er nú farin að taka á sig afar skemmtilega mynd og þegar hafa borist viðburðir frá menningar- og listastofnunum, listhópum, listamönnum, félagasamtökum, listaskólum, grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.

Á vefsvæði Barnamenningarhátíðar, www.barnamenningarhatid.is, er að finna dagskrá og umfjöllun um viðburði hátíðarinnar.

Á vefsvæði Barnamenningarhátíðar er óskað eftir blaðamönnum á aldrinum 12-16 ára til þess að blogga um viðburði Barnamenningarhátíðar í máli og myndum. Áhugasamir sendi póst á barnamenningarhatid@reykjavik.is