Í hádegisrabbi RannUng fimmtudaginn 21.mars mun Anna Wahlström kynna meistararitgerð sína sem fjallar um hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina.
Málþing um kynferðisbrot gegn drengjum verður haldið 22. mars á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri.
Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 14. mars nk. Að þessu sinni er yfirskrift fundarins "Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki?"
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum.
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?