Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan - Ráðstefna

Ráðstefna verður haldin í Reykjavík dagana 12.-13.október um munnlegt tjáskiptaumhverfi. Ráðstefnan fer fram í Hringssalnum, Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Ráðstefnan verður einnig send með fjarfundabúnaði út á land.

Í boði er fjölbreytt dagskrá þar sem fram koma helstu sérfræðingar á sviðinu. Hvernig er ástandið? Hvað er hægt að gera? Leitast verður við að svara þessum spurningum og öðrum er tengjast málefninu á ráðstefnunni.

Skráning, dagskrá, útdrættir úr erindum o.fl. er að finna á www.rodd.is.

ráðstefnugjald 12.500 kr. en einungis 5.000 kr. fyrir nema.