Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu

SAMFÉS og SAFT efna til samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu.
 
Evrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu og þeirra þjóða er starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Þetta er í annað skipti sem samkeppnin er skipulögð og mun hún fara fram í tvennu lagi:

 1.  Fyrst er samkeppni á landsvísu sem fram fer í öllum þátttökulöndum. Hún er skipulögð af netöryggismiðstöðvum í hverju landi fyrir sig. Skilafrestur verkefna hérlendis er föstudagurinn 21. janúar 2013.
 2.  Evrópusamkeppni fer svo fram í júní 2013 en þar etja sigurvegararnir úr landskeppnunum kappi.

Tilgangur samkeppninnar er að vekja athygli á gæðaefni fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga sem er nú þegar til staðar á netinu. Einnig er ætlunin að hvetja til framleiðslu á þess háttar efni. Markmiðið er að netefnið gagnist börnum á einn eða annan hátt svo sem við fræðslu og sköpun.
 
Samkeppnin er opin ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára. Samtök og fyrirtæki geta tekið þátt sem og einstaklingar eldri en 18 ára og hópar.