Fréttir: ágúst 2012

Fyrirsagnalisti

29. ágúst 2012 : Námskrárdrög til umsagnar - Frestur til 7. september

Á vef menntamálaráðuneytisins eru birt drög að námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að bregðast við og senda inn athugasemdir um drögin á netfangið postur@mrn.is.is í síðasta lagi 7. september 2012.

28. ágúst 2012 : Námsdagur um mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og ungbarna

Miðstöð foreldra og barna stendur fyrir námsdegi í samstarfi við Þerapeiu, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Embætti landlæknis og Barnaverndarstofu, föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 9-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift dagsins er "Understanding why some mothers find it hard to love their babies."

27. ágúst 2012 : Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina - Málþing

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti í nýrri menntastefnu.

22. ágúst 2012 : Ekki meir - Ný bók um eineltismál

Út er komin hjá Skólavefnum bókin EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Eins og titillinn gefur til kynna er bókin hugsuð sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti.

21. ágúst 2012 : Skrifstofuhúsnæði óskast

Umboðsmaður barna óskar eftir því að taka á leigu skrifstofuhúsnæði. Auglýsing þess efnis var birt í dagblöðum 18. ágúst sl. auk þess sem hægt er að fá allar upplýsingar á vefsvæði Ríkiskaupa, sjá hér: http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/15303.

16. ágúst 2012 : Tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

Stýrihópur sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra bauð umboðsmanni barna að senda athugasemdir um efni tillögu til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður með tölvupósti 16. ágúst 2012.

14. ágúst 2012 : Er ég pirrandi? - Grein

Í gær, mánudaginn 13. ágúst, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Unni Helgadóttur sem er ráðgjafi í Ráðgjafarhóp umboðsmann barna. Greinin fjallar um viðhorf fullorðinna til unglinga

13. ágúst 2012 : Umsögn um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Umboðsmaður barna veitti umsögn sína með bréfi dags. 25. maí 2012.

13. ágúst 2012 : Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 10. maí 2012.

Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica