Fréttir
Eldri fréttir: 2011 (Síða 3)
Fyrirsagnalisti
Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (biðtími vegna refsinga o.fl.), 135. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsveitingar), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 18. nóvember 2011.
Tillaga til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns um tillögu til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 18. nóvember 2011.
Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands
Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30. Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama.
Stjórnlög unga fólksins vekja athygli út fyrir landsteinana
Stjórnlög unga fólksins verða í forgrunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fer á sunnudag og mánudag. Þar verða samankomnir ráðherrar Evrópuráðsins og ætla þeir að ræða hvernig byggja megi upp barnvænni Evrópu. Stjórnlög unga fólksins voru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi. Markmiðið var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Hegðunarvandi - þroskavandi? - Málstofa um barnavernd
Málstofa um barnavernd verður haldin hjá Barnaverndarstofu mánudaginn 28. nóvember kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er ,,Hegðunarvandi - þroskavandi?" og fyrirlesari er Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla.
Streita og kvíði barna - Morgunverðarfundur
Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 8:15 - 10 á Grand hótel. Umræðuefnið er streita og kvíði barna, einkenni og úrræði.
Málefni barna sem hafa skertan málþroska vegna heyrnarleysis eða heyrnarskerðingar - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að börn sem hafa skertan málþroska vegna heyrnarleysis eða heyrnarskerðingar og foreldrar þeirra hafi greiðan aðgang að ráðgjöf og þjónustu táknmálsfræðinga og annarra sérfræðinga á þessu sviði.
Lakari réttur framhaldsskólanema? - Bréf
Nú hefur komið í ljós að með nýju regluverki ætla stjórnvöld ekki að tryggja nemendum framhaldsskóla sama eða betri rétt en eldri reglur kváðu á um varðandi rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts.
Samþykki barna til brottnáms líffæra eða lífrænna efna úr eigin líkama - Bréf
Umboðsmaður hefur í nokkurn tíma haft áhyggjur af réttarstöðu barna sem mögulega þurfa og/eða vilja gefa úr sér líffæri eða lífræn efni, svo sem beinmerg. Samkvæmt lögum er börnum óheimilt að gefa samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efni, undir hvaða kringumstæðum sem er. Þó er ljóst að það tíðkast að einhverju leyti í framkvæmd að börn gefi líffæri eða lífræn efni.
Síða 3 af 16