Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Endurbættur ábendingahnappur á netinu

Barnaheill- Save the Children á Íslandi í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti Ríkislögreglustjóra hafa tekið í notkun nýjan ábendingahnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á netinu.

Með því að smella á hnappinn, getur almenningur tilkynnt um:

  • Efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, beitt kynferðislegu ofbeldi, eða þegar um mansal á börnum er að ræða,
  • klámefni eða ofbeldisefni sem er aðgengilegt börnum,
  • einelti á netinu,
  • meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa,

Allar ábendingar um ólöglegt efni fara til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða. Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni til netþjónustuaðila til skoðunar.

Ábendingalínan er styrkt af Safer Internet áætlun Evrópusambandsins. Eitt af megin hlutverkum slíkra lína er að auðvelda almenningi að koma ábendingum um ólöglegt athæfi og efni á Netinu til yfirvalda og þeirra sem bera ábyrgð á vefnum þar sem efnið er hýst. Sérstök áhersla er á öryggi barna á netinu.

Sjá frekari upplýsingar um ábendingahappinn í frétt dags. 4. október á vef Barnaheilla.