Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skýrslan Ungt fólk – Framhaldsskólanemar 2010

Út er komin skýrslan  ,,Ungt fólk 2010 – framhaldsskólanemar“ sem unnin er af Rannsóknum og greiningu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið . Skýrslan er unnin úr rannsóknargögnum meðal framhaldsskólanema á Íslandi haustið 2010 og tóku allir framhaldsskólar landsins þátt.

Í skýrslunni er fjallað um íþróttir og hreyfingu, félagsstarf og tómstundaiðkun, tengsl við foreldra, tengsl við jafningja, nám, skóla og námsörðugleika og loks er fjallað um heilsuhegðun og heilsuvísa. Bornar eru saman niðurstöður rannsókna frá 2004, 2007 og 2010.