Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Reglur um úthlutun jöfnunarstyrks til skoðunar

Í byrjun desember á síðasta ári sendi umboðsmaður barna menntamálaráðherra bréf þar sem bent er á að reglur um úthlutun jöfnunarstyrks feli í sér mismunun á grundvelli ríkisfangs sem brýtur í bága við 2. gr. Barnasáttmálans. Nú hefur umboðsmanni borist svarbréf þar sem segir að ráðuneytið muni hafa þessa ábendingu til hliðsjónar við undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um námsstyrki nr. 79/2003.

Sjá nánar

Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi kynnti í gær nýja rannsókn um stuðning við börn sem búa við heimilisofbeldi. Skýrslan sýnir að úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant.

Sjá nánar

Jöfn dvöl barna hjá foreldrum

Þróunin hér á landi virðist vera sú að fleiri og fleiri foreldrar velja svokallaða jafna umgengni, þ.e. að börn þeirra dvelji hjá þeim til skiptis viku og viku. Oft er spurt hvernig þetta fyrirkomulag hentar börnum. Því er erfitt að svara með einföldum hætti enda eru aðstæður barna mjög mismunandi.

Sjá nánar

Heimsdagur barna

Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík laugardaginn 12. febrúar kl. 13 - 17. Í Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs býðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hinum ýmsu listasmiðjum.

Sjá nánar

Áfengisauglýsingar íþróttafélaga

Áfengisauglýsingar eiga aldrei rétt á sér á viðburðum sem börn sækja. Hagsmunir barna og unglinga af því að njóta verndar gegn áfengisauglýsingum eiga alltaf að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir íþróttafélaga. Vegna ábendinga um áfengisauglýsingar íþróttafélaga sendi umboðsmaður bréf til ÍSÍ. Hér er innihald þess birt sem og svarbréf ÍSÍ.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn 6. febrúar. Þar sem dagurinn er á sunnudegi munu leikskólar landsins halda daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

Sjá nánar