Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Niðurskurður í leik- og grunnskólum landsins

Umboðsmanni barna hafa borist þó nokkrar ábendingar um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Dæmi um niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað er fækkun í starfsliði, sameining bekkja og niðurfelling námskeiða.

Sjá nánar

Leiðbeiningar um neytendavernd barna endurskoðaðar

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 31. janúar

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. janúar kl. 12:15- 13:15. Yfirskriftin er Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 - málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Annáll RBF 2010

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlit yfir starfsemi RBF síðastliðið ár. Í annálnum er sagt frá útgefnu efni, rannsóknum í vinnslu, málþingum, málstofum, alþjóðasamskiptum, þátttöku í nefndum og ráðum og breytingum á starfsfólki og stjórn.

Sjá nánar