Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óska öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Sjá nánar

Frá SAMAN-hópnum

Nú þegar jól og áramót nálgast viljum við í SAMAN-hópnum minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni.

Sjá nánar

Samvera um hátíðirnar

Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.

Sjá nánar

Ábyrgð og aðgerðir - Málþing um rannsókn á einelti

RANNSÓKNASTOFNUN ÁRMANNS SNÆVARR UM FJÖLSKYLDUMÁLEFNI í samstarfi við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands býður til málþingsins ÁBYRGÐ OG AÐGERÐIR miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 15–17 í stofu 132 í Öskju. Á málþinginu verða kynntar helstu niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barn.

Sjá nánar

Þarf að auka neytendavernd barna?

Óskað er eftir athugasemdum frá neytendum - ekki síst foreldrum barna - samtökum og öðrum hagsmunaaðilum í tilefni af endurskoðun leiðbeinandi reglna um neytendavernd barna.

Sjá nánar

Kynning á niðurstöðum barnaréttarnefndar SÞ á stöðu Íslands

Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30. Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama.

Sjá nánar

Stjórnlög unga fólksins vekja athygli út fyrir landsteinana

Stjórnlög unga fólksins verða í forgrunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fer á sunnudag og mánudag. Þar verða samankomnir ráðherrar Evrópuráðsins og ætla þeir að ræða hvernig byggja megi upp barnvænni  Evrópu. Stjórnlög unga fólksins voru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi. Markmiðið var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar

Lakari réttur framhaldsskólanema? - Bréf

Nú hefur komið í ljós að með nýju regluverki ætla stjórnvöld ekki að tryggja nemendum framhaldsskóla sama eða betri rétt en eldri reglur kváðu á um varðandi rétt til aðstoðar umsjónarkennara, sálfræðinga og félagsráðunauts.

Sjá nánar

Samþykki barna til brottnáms líffæra eða lífrænna efna úr eigin líkama - Bréf

Umboðsmaður hefur í nokkurn tíma haft áhyggjur af réttarstöðu barna sem mögulega þurfa og/eða vilja gefa úr sér líffæri eða lífræn efni, svo sem beinmerg. Samkvæmt lögum er börnum óheimilt að gefa samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efni, undir hvaða kringumstæðum sem er. Þó er ljóst að það tíðkast að einhverju leyti í framkvæmd að börn gefi líffæri eða lífræn efni.

Sjá nánar

Viðburðir á degi gegn einelti

Í hádeginu hittist fjöldi fólks í Höfða þar sem velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ýmissa stofnanna og samtaka undirrituðu Þjóðarsáttmála gegn einelti.

Sjá nánar

Ný reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að út er komin ný reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um ábyrgð, réttindi og skyldur starfsfólks skóla, nemenda og foreldra, starf grunnskóla gegn einelti, skólareglur og brot á skólareglum. Þá er í lokin fjallað um málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Á degi gegn einelti - Verum vinir

Eftir að hafa fengið ábendingar frá börnum og unglingum um að einelti sé þungt og fráhrindandi hugtak hefur umboðsmaður barna ákveðið að nálgast þetta vandamál með því að leggja áherslu á vináttu og samkennd.

Sjá nánar

Upplýstir og ábyrgir einstaklingar

Eitt helsta markmið Barnasáttmálans er að börn fái tækifæri til að þroskast þannig að þau verði upplýstir og ábyrgir einstaklingar. Eftir því sem þau verða eldri og þroskaðri þurfa þau í auknum mæli að fá tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.

Sjá nánar

Tryggingar og börn

Umboðsmanni barna barst ábending um að umsókn um tryggingu fyrir barn hefði verið hafnað af tryggingarfélaginu Sjóvá vegna raskana sem barnið hafði verið greint með. Ákvað umboðsmaður barna því að kanna hvaða reglur gilda og hvernig verklagi er háttað þegar kemur að tryggingum fyrir börn.

Sjá nánar

Ungmennaráð í sveitarfélögum

Umboðsmaður barna er ánægður með að málefnum ungmennaráða hafi verið fundinn staður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.

Sjá nánar

Yfirlýsing Viku 43 - undirritun með velferðarráðherra

Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011 hafa fulltrúar tuttugu félagasamtaka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritað yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur.

Sjá nánar

Eignarréttur barna

Mikilvægt er að allir hafi í huga og geri sér grein fyrir því að börn njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Börn eiga því rétt á að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem þau kjósa, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, en þó innan skynsamlegra marka.

Sjá nánar

Fjármál barna

Meginreglan er sú að þar sem börn eru ófjárráða mega þau ekki ráða fé sínu, sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Undantekningar frá þessari reglu er að finna í 75. gr. lögræðislaganna. Samkvæmt því ákvæði ráða börn sjálfsaflafé sínu, gjafafé sínu og því fé sem lögráðamaður hefur látið það fá til ráðstöfunar.

Sjá nánar

Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti.

Sjá nánar

Lýðræði í grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum tölvupóst þar sem hann óskar eftir upplýsingum um nemendafélög og aðkomu nemenda að skólaráðum. Hugmyndin er að safna upplýsingum og dæmum um góð vinnubrögð til að miðla áfram á heimasíðu embættisins.

Sjá nánar

Málþing um sameiginlega forsjá

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um sameiginlega forsjá og heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. Málþingið verður haldið á vegum Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) föstudaginn 14. október 2011, kl. 14.00-16.00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna á Suðurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins hafa í gær og í dag farið um Suðurland og heimsótt grunnskóla.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagur 2011 er haldinn í dag, miðvikudaginn 5. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf

Föstudaginn 23. september 2011 var íslenska ríkið tekið fyrir hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Nefndin fór yfir skýrslu stjórnvalda um það hvernig íslenska ríkið uppfyllir Barnasáttmála Sameinuðu þjónanna og spurði íslensku sendinefndina spurninga um stöðu mála, m.a. með hliðsjón af skýrslum umboðsmanns barna og frjálsra félagasamtaka.

Sjá nánar

Kynningar fyrir skóla - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent öllum grunnskólum bréf þar sem boðið er upp á kynningar fyrir nemendur og starfsfólk skólanna. Með bréfinu fylgdu sýnishorn af hurðaspjöldunum Verum vinir sem embættið gaf út í fyrra.

Sjá nánar

Öryggi á leiksvæðum barna

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra bréf þar sem hún lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu öryggismála á leiksvæðum barna.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði - Ráðstefna

Ungmennafélag Íslands heldur ungmennaráðstefnu sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“ á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. – 24. september. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Sjá nánar

Nemendafélög í grunnskólum

Menntakerfið gegnir  mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar,uppfræða þá og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi.

Sjá nánar

Skráning upplýsinga í Mentor

Persónuvernd tók nýlega til skoðunar tvenns konar mál sem varða Mentor. Annars vegar féll úrskurður um skráningu grunnskóla á viðkvæmum persónuupplýsingum um nemenda í Mentor og hins vegar gaf Persónuvernd út leiðbeinandi álit um nafngreiningar í dagbókarfærslum grunnskólabarna.

Sjá nánar

Skólaorðaforði

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast þýðingar á helstu hugtökum sem snerta skólagöngu barna á ýmsum tungumálum.

Sjá nánar

Saman að eilífu - Ljóð

Í tilefni Menningarnætur vill umboðsmaður barna vekja athygli á barnamenningu og birta ljóð sem 14 ára stúlka sendi umboðsmanni í vikunni.

Sjá nánar

Áfengisauglýsingar

Umboðsmaður barna hefur sent Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf þar sem hann skorar á stjórnvöld að gera ákvæði 1. mgr. 20. gr. áfengislaga skýrara þannig að hvers kyns áfengisauglýsingar verði bannaðar, hvort sem um er að ræða „léttöl“ eða ekki.

Sjá nánar

Mikilvægi foreldra í upphafi skólaárs

Nú þegar skólarnir hefja göngu sína er brýnt að foreldrar séu til staðar fyrir börnin, sérstaklega þau sem eru að hefja grunnskólagöngu í 1. bekk, byrja í nýjum skóla, í nýjum bekk eða takast á við aðrar breytingar.

Sjá nánar

Hagsmunir leikskólabarna

Umboðsmaður barna brýnir fyrir þeim aðilum sem standa að samningsgerð um kjör leikskólakennara að þeir bera ríka samfélagslega skyldu til að ná samningum svo að ekki komi til verkfalls. Leikskólabörn eiga að geta notið góðs af faglegu starfi í leikskólum landsins, þar sem grunnur er lagður að menntun barna og félagsþroska.

Sjá nánar

Fræðsla um hlutverk skólaráða

Umboðsmaður barna hefur sent grunnskólum tölvupóst þar sem vakin er athygli á kynningarefni um skólaráð. Í erindinu er líka sagt frá því að til standi að safna upplýsingum frá skólum um starf nemenda í skólaráði og birta á vef umboðsmanns barna þannig að nemendur og skólar geti lært af því sem vel er gert í öðrum skólum hvað varðar nemendalýðræði.

Sjá nánar

Busavígslur

Umboðsmaður barna hefur sent skólastjórnendum og formönnum nemendafélaga framhaldsskólanna bréf þar sem óskað er eftir því að tekið verði á móti nýnemum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Sjá nánar

„Ekki má gleymast að hlusta á raddir unga fólksins“

Formanni stjórnalagaráðs, Salvöru Nordal, voru nú í hádeginu afhentar niðurstöður frá þingi ungmennaráða um stjórnarskrána sem fram fór í vor. Með þessu gefst stjórnlagaráði einstakt tækifæri til að kynna sér sjónarmið ungmenna á aldrinum 13-18 ára við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar

Ný skýrsla UNICEF

Út er komin skýrsla á vegum UNICE um stöðu barna á Íslandi. Er um viðamikið yfirlit að ræða og í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja.

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Á degi barnsins er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Börnin hafa oft einfaldar og góðar hugmyndir af því hvað þeim finnst skemmtilegast að gera með fjölskyldunni.

Sjá nánar

Nýjar umsagnir til Alþingis

Að undanförnu hafa umboðsmanni barna borist töluvert af umsagnarbeiðnum frá Alþingi. Hér á síðunni, má sjá athugasemdir sem umboðsmaður barna hefur sent nefndum Alþingis, m.a. varðandi breytingar á barnalögum og grunnskólalögum.

Sjá nánar

Lýðræði í leikskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra leikskólastjóra um lýðræði í leikskólum. Ætlunin er að safna saman upplýsingum frá leikskólum um verkefni þar sem sérstaklega er unnið út frá hugmyndum um grunngildi lýðræðis og lýðræðislegs samfélags.

Sjá nánar

Áhrif ofbeldis á ákvarðanir um forsjá og umgengni

Vegna umræðu um aðstæður barna sem verða með beinum eða óbeinum hætti fyrir ofbeldi af hendi einhvers nákomins vill umboðsmaður barna benda á að í nýlegri skýrslu embættisins til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans, var bent á að brýnt sé að auka vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá og umgengni.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna með hollustumerki

Í umsögn um þingsályktunartillögu um norrænt hollustumerki, Skráargatið, segja talsmaður neytenda og umboðsmaður barna að með því ykist neytendavernd barna þar sem þá tækju gildi leiðbeiningarákvæði frá embættunum um að halda ekki öðrum matvælum að börnum.

Sjá nánar

Niðurskurður í skólum - Bréf til sveitarfélaga

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar í leik- og grunnskólum landsins. Umboðsmaður sendi því í gær, 21. mars 2011, bréf til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefnd eða þeim nefndum sveitarfélagaganna sem tekur ákvarðanir um skólamál.

Sjá nánar

Hlustið á okkur - Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA), í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kvikmyndaskóla Íslands, stendur fyrir þriðju ráðstefnunni af þremur um skólastefnuna skóli án aðgrein­ingar fimmtudaginn 31. mars kl. 13.30–16.15 í fyrirlestrarsalnum Skriðu í hús­næði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Mikið um að vera á öskudag

Í gær, öskudag, fékk umboðsmaður barna margar góðar heimsóknir frá krökkum á ýmsum aldri. Hér eru myndir af hluta af börnum og furðuverum sem heimsóttu skrifstofuna á Laugaveginum.

Sjá nánar

Niðurskurður sem bitnar á börnum

Umboðsmaður barna sendi í gær, 2. mars 2011, bréf til allra sveitarfélaga þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af niðurskurði og minnir á skyldu þeirra til að setja hagsmuni barna ofar hagsmunum annarra í samfélaginu.

Sjá nánar

Opinber umfjöllun um afbrot barna - Málþing

Umboðsmaður barna og Lagadeild Háskólans í Reykjavík bjóða til málþings næstkomandi föstudag, 4. mars, frá kl. 13:15 til kl. 16:30 í stofu M.1.01 (Bellatrix) á 1. hæð HR að Menntavegi 1. Allir velkomnir.

Sjá nánar

Reglur um úthlutun jöfnunarstyrks til skoðunar

Í byrjun desember á síðasta ári sendi umboðsmaður barna menntamálaráðherra bréf þar sem bent er á að reglur um úthlutun jöfnunarstyrks feli í sér mismunun á grundvelli ríkisfangs sem brýtur í bága við 2. gr. Barnasáttmálans. Nú hefur umboðsmanni borist svarbréf þar sem segir að ráðuneytið muni hafa þessa ábendingu til hliðsjónar við undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um námsstyrki nr. 79/2003.

Sjá nánar

Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi kynnti í gær nýja rannsókn um stuðning við börn sem búa við heimilisofbeldi. Skýrslan sýnir að úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant.

Sjá nánar

Jöfn dvöl barna hjá foreldrum

Þróunin hér á landi virðist vera sú að fleiri og fleiri foreldrar velja svokallaða jafna umgengni, þ.e. að börn þeirra dvelji hjá þeim til skiptis viku og viku. Oft er spurt hvernig þetta fyrirkomulag hentar börnum. Því er erfitt að svara með einföldum hætti enda eru aðstæður barna mjög mismunandi.

Sjá nánar

Heimsdagur barna

Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík laugardaginn 12. febrúar kl. 13 - 17. Í Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs býðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hinum ýmsu listasmiðjum.

Sjá nánar

Áfengisauglýsingar íþróttafélaga

Áfengisauglýsingar eiga aldrei rétt á sér á viðburðum sem börn sækja. Hagsmunir barna og unglinga af því að njóta verndar gegn áfengisauglýsingum eiga alltaf að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir íþróttafélaga. Vegna ábendinga um áfengisauglýsingar íþróttafélaga sendi umboðsmaður bréf til ÍSÍ. Hér er innihald þess birt sem og svarbréf ÍSÍ.

Sjá nánar

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn 6. febrúar. Þar sem dagurinn er á sunnudegi munu leikskólar landsins halda daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

Sjá nánar

Niðurskurður í leik- og grunnskólum landsins

Umboðsmanni barna hafa borist þó nokkrar ábendingar um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Dæmi um niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað er fækkun í starfsliði, sameining bekkja og niðurfelling námskeiða.

Sjá nánar

Leiðbeiningar um neytendavernd barna endurskoðaðar

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

Sjá nánar

Málstofa um barnavernd 31. janúar

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. janúar kl. 12:15- 13:15. Yfirskriftin er Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 - málsmeðferðarreglur.

Sjá nánar

Annáll RBF 2010

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlit yfir starfsemi RBF síðastliðið ár. Í annálnum er sagt frá útgefnu efni, rannsóknum í vinnslu, málþingum, málstofum, alþjóðasamskiptum, þátttöku í nefndum og ráðum og breytingum á starfsfólki og stjórn.

Sjá nánar