Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skrifstofan lokuð vegna vinnusmiðju

Dagana 16. til 17. desember heldur umboðsmaður barna vinnusmiðju fyrir unglinga á aldrinum 14 til 17 ára á Úlfljótsvatni. Á vinnustofunni verður unnið að gerð stafrænna sagna og kynningarefnis um vináttu og samkennd. Vinnustofan er haldin í samstarfi við Reykjavíkurakademíuna.

Vegna þessarar vinnu verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð föstudaginn 17. desember. Símsvari tekur við skilaboðum og áríðandi tölvupóstum verður svarað.