Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Verum vinir - Hurðarspjöld

Umboðsmaður barna hefur gefið út hurðarspjöld til að minna á mikilvægi vináttu og samkenndar.

Verum vinir - Hurðarspjald 1
Ætlað leikskólabörnum og nemendum á yngsta stigi grunnskóla. Hurðarspjaldið á að minna á mikilvægi þess að koma vel fram við aðra og að vera góður vinur. Á annarri hlið spjaldsins geta börnin litað sjálf. Hægt er að fá spjaldið annað hvort tilbúið eða þannig að börnin klippi það út sjálf.

 Hurdaspjald Verum Vinir Spjald 1 Hlid1 2010Hurdaspjald Verum Vinir Spjald 1 Hlid 2 2010

Verum vinir - Hurðarspjald 2
Ætlað nemendum á mið- og elsta stigi grunnskóla en einnig fyrir þá sem eldri eru. Hurðarspjaldið á að minna á mikilvægi þess að koma vel fram við aðra og að vera góður vinur. Á annarri hlið spjaldsins segir: Líðan annarra kemur þér við. Láttu vita. Með því er verið að vekja athygli á því að vinir og kunningjar geta hjálpað hver öðrum með því að láta þá fullorðnu, t.d. umsjónarkennara eða námsráðgjafa, vita ef einhverjum í samfélagi þeirra líður illa af einhverjum ástæðum.

 Hurðarspjald - spjald 2 - framhliðHurdaspjald Verum Vinir Spjald 2 Hlid 2 2010

Hurðarspjöldin kosta ekkert og þau má nálgast á skrifstofu umboðsmanns barna eða panta með því að hringja í síma 552-8999.