Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður á Austurlandi

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hafa í gær og í dag, 14. og 15. október, farið um Austfirði og heimsótt skóla. Í heimsóknum sínum kynna þær embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum. Til að fá nemendur til að átta sig á hvernig sum réttindi vegast á við önnur á meðan önnur réttindi eru afdráttarlaus nota þær leiki. Þannig er líka gagnlegt fyrir nemendur að gera sér grein fyrir á muninum á réttindum og forréttindum.

Í þessari ferð verða eftirfarandi skólar heimsóttir: Grunnskólinn á Reyðarfirði, Egilsstaðaskóli, Grunnskóli Seyðisfjarðar, Breiðdalsskóli, Grunnskólinn Fáskrúðsfirði, Hallormsstaðaskóli og Fellaskóli í Fellabæ. Þá var umboðsmaður til viðtals fyrir þá sem vildu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum síðdegis í gær.