Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

„Þetta er bara gras" - Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur „Náum áttum"  í samstarfi við vímuvarnarviku verður haldinn fimmtudaginn 28. október nk. kl. 8:15-10:00 í Þjóðleikhúskjallaranum.

Yfirskrift fundarins er „Þetta er bara gras".

Erindi flytja:

  • Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi úr Foreldrahúsi: „Þetta er bara gras." Hugmynir unglinga um kannabis.
  • Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri Lögreglustjóra: „Lögregla stöðvaði kannabisræktun í gær ...". Þróun fíkniefnabrota er tengjast kannabisefnum á höfðuborgarsvæðinu.
  • Valgerður Rúnarsdóttir, læknir SÁÁ: Afleiðingar kannabisneyslu, neytandi - þjóðfélag.

Fundarstjóri er Árni Einarsson. Opnar umræður í lok fundar. Þátttökugjald er 1.500 kr sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.

Skráning fyrir kl. 17 miðvikudaginn 27. október á www.vvv.is.

Sjá nánar á www.vvv.is.