Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Mikilvægi forvarna í barnaverndarstarfi - Málstofa

Barnaverndarstofa, Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands (HÍ) og faghópur félagsráðgjafa í barnavernd standa fyrir málstofu um barnavernd mánudaginn 27. september kl. 12.15 - 13.15 í húsnæði Barnaverndarstofu við Höfðatorg, Borgartúni 21.

Fyrirlesari: er Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi. Hún mun fjalla um forvarnarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar og aðkomu barnaverndar að því starfi.