Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Líðan barna - Niðurstöður úr könnun

Í febrúar á þessu ári framkvæmdi umboðsmaður barna könnun á líðan grunnskólabarna í skólanum og heima fyrir.

Um 1350 nemendur í 5. -7. bekk grunnskóla landsins svöruðu könnuninni. Hópurinn skiptist þannig að um 67% þátttakenda er á höfuðborgarsvæðinu en 33% á landsbyggðinni.

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd aðstoðaði við gerð spurningalistanna en Rannsóknir og greining sáu um að vinna niðurstöðurnar. Könnunin er að hluta til samanburðarhæf við könnun sem umboðsmaður barna lagði fyrir sama aldurshóp árið 2003. Samanburður gefur til kynna að börnum líður almennt betur nú en árið 2003. Þó eru vísbendingar um að ákveðnum hluta nemenda líði illa og finni til óöryggis. Það sem veldur umboðsmanni barna m.a. áhyggjum er hlutfall þeirra nemenda sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, hvort sem spurt er um skólalóðina eða kennslustofuna.

Opna glærukynningu á niðurstöðum (PDF).