Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ráðgjafarhópur gagnrýnir nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna er hópur ungmenna á aldrinum 14 til 17 ára, sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi aðili fyrir embætti umboðsmanns barna um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í samfélaginu.

Á síðasta fundi ráðgjafarhópsins þriðjudaginn 16. febrúar var meðal annars rætt um hverfisskiptingu í framhaldsskóla. Í kjölfar þeirrar umræðu sendi hópurinn menntamálaráðherra bréf þar sem hann gagnrýnir það að ungmenni hafi ekki verið höfð með í ráðum áður en áfangaskýrsla starfshóps um innritun í framhaldsskóla var gefin út.

Opna bréf ráðgjafarhóps umboðsmanns barna til menntamálaráðherra dags. 23. febrúar 2010 (PDF).